31.5.09

Desire to Inspire

Svona spjaldskrárhirslur finnast mér sjarmerandi mublur. Þær minna mig líka alltaf á Amtsbókasafnið á Akureyri - í þá gömlu góðu daga þegar ég var á kafi í Nancy-bókunum. Fleiri myndir má finna á síðunni Desire to Inspire.

27.5.09

Kay Bojesen

Á mánudaginn var fór ég í Góða hirðinn (sem ekki er frásögu færandi) og fann þá þennan fína trommuleikara, sem Kay Bojesen hannaði árið 1942. Vinurinn var meira að segja enn í kassanum en kjuðana vantaði - annars í fullkomnu standi. Ég kann vel að meta það sem Kay Bojesen hannaði á sínum tíma og er bæði Apinn og Fíllinn til hér á heimilinu og líka barnahnífapörin. Í dag framleiðir Rosendahl Varðmenn drottningar og ég get kannski bara pantað frá þeim kjuðana ... þá yrði hann nú glaður!

26.5.09

Loft í Fíladelfíu

Þetta er alveg hreint ljómandi góð íbúð sem þau eiga hjónin Frank og Ditta Hoeber ... hver sem þau nú eru (myndir af síðu Loftlife - Qb3 sáu um hönnun).

25.5.09

Meiri Carter

"Guð býr í smáatriðunum ..." Skemmtileg forstykkin á eldhúsinnréttingunni, líka í boði Carter Williamson.

Ástralía

Ég er svolítið ánægð með þetta handrið (Carter Williamson-arkitektar eiga heiðurinn) og Snjóboltinn er alltaf dýrlegur.

24.5.09

Skjalaskápar til sölu - því miður ekki lengur ...

María Kristín (mariakristin@gmail.com) benti mér á að hún ætti tvo skjalaskápa, svipaða þessum á myndinni, sem hún væri til í að selja. Ég get svo sannarlega mælt með slíkum hirslum því ég á einn gamlan og góðan sem tekur endalaust við ... Þeir eru frábærir fyrir barnateikningarnar, gömlu jólakortin, einkunnir úr Menntaskóla, fermingarskeytin, leiðbeiningarnar sem fylgja rafmagnstækjunum, úrklippur, nótur, gamlar svart-hvítar ljósmyndir sem þú stækkaðir á myrkraherbergistímabilinu, gömlu skattskýrslurnar og svo auðvitað bókhaldið eins og það leggur sig.

Yellow Cab - Limited Edition 2009

Nú gæti ég alveg hugsað mér eina Vipp-tunnu í eldhúsið.

23.5.09

Fagrar flensugrímur

Fyrir þá sem óttast Svínaflensuna. Allskonar týpur í boði.

22.5.09

Gula hættan

Það eru fleiri en ég hrifnir af gula litnum þessa dagana. Myndirnar fann ég á bloggsíðunni Design is mine (meira gult hér, hér, hér og hér)

20.5.09

by nord

Ef einhver girnist íkornarúmfötin á neðstu myndinni í síðustu færslu má benda á að þau eru frá by nord.

heyhome

Á síðunni heyhome má finna allskonar skemmtilegar myndir af skandinavískum heimilum.

Trúboðið heldur áfram

"Drottinn blessi heimilið" og "Heima er best" límstafirnir eru nú komnir í sölu um allt land. Þeir fást á eftirfarandi stöðum: Í Epal, Skeifunni 6, Laugavegi 51 og í Leifsstöð. Í safnabúð Þjóðminjasafnsins, Norska húsinu í Stykkishólmi, Sirku á Akureyri, Minjasafni Austurlands Egilsstöðum, Snúðum og snældum á Selfossi og í Póley í Vestmannaeyjum. Takk fyrir góðar viðtökur :)

16.5.09

Natura Design Magistra

Í Galerie kreo í París stendur yfir sýning á verkum Hellu Jongerius en hún sýnir þar "dýraborð og gerviblóm". Sýningin stendur til 30. maí.

14.5.09

Iittala Festivo

Nú í vikunni fann ég 2 Festivo-kertastjaka í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum. Ég varð ægilega glöð því það er ekki oft sem slíkir stjakar finnast á vægu verði. Timo Sarpaneva hannaði þá árið 1966 fyrir Iittala.

13.5.09

Loft

Þessar skemmtilegu myndir fann ég á síðunni Loftlife.