14.2.13

Barnvænn brunch

Í dag kemur nýr Gestgjafi í verslanir, 2.tbl. 2013.
Þar má finna þennan dásamlega dögurð.
Umsjón: Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisering: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Púko & Smart

Í versluninni Púko & Smart á Laugavegi fann ég þessa krúttlegu skrautlengju sem myndi hressa ærlega upp á annars daufar vistarverur. Auðvitað getur maður útbúið svona sjálfur en ef þú ert ekki með saumavélina uppi við og átt ekki lager af skrautlegum efnum er auðveldara að kaupa hana tilbúna. Myndina tók Kristinn Magnússon fyrir "barna og fermingablað" Gestgjafans og ég sá um stíliseringu.