Sýnir færslur með efnisorðinu ó. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ó. Sýna allar færslur

2.2.11

Focus-hnífapörin

Í síðustu viku datt ég í lukkupottinn þegar ég fann í Góða hirðinum Focus-hnífapör frá Gense (hönnuð af Folke Arström árið 1955), hníf, gaffal og skeið fyrir sex og það alltsaman enn í kössunum. Þetta hafa eflaust verið sparihnífapörin á einhverjum bænum, ansi gömul en mjög lítið notuð. Nú er ég því loksins búin að eignast sparihnífapör og get haldið áfram að safna, því Gense hóf á ný framleiðslu á þeim árið 2007 og fást þau í dag hjá Aurum.

30.1.11

Sófaborðið mitt góða

Decopedia er frábær síða sem gaman er að skoða. Ég komst t.d. að því að Sven Ellekær hannaði fína sófaborðið mitt árið 1961 en framleiðandi var Christian Linnebergs Möbelfabrik. Borðið fann ég fyrir mörgum árum í Góða hirðinum.

24.1.11

Staflanlegir kertastjakar

eru í miklu uppáhaldi hjá mér (kannski af því að ég þarf alltaf að vera að breyta). Hér eru myndir af nokkrum slíkum bæði nýjum og gömlum.

13.1.11

Óska eftir skermi á Panthella-gólflampa

Lumar einhver á gömlum Panthella-skermi niðri í geymslu? Mig vantar einn slíkan - má alveg vera smá sjúskaður.

19.12.10

Endur Hans Bölling

Eins og sést á myndunum í síðasta pósti, þá notaði ég andarungana mína sem skraut á jólaborðið. Þeir eru, eins og áður hefur komið fram, hönnun Hans Bölling frá 1959. Söguna um andafjölskylduna má lesa hér. Endurnar fást í Epal.

8.12.10

Holmegaard

Holmegaard Resource er síða sem lofar góðu (... er enn í þróun), en þar má finna upplýsingar um gamla glermuni framleidda af Holmegaard. Ef þú lumar á Holmegaard-vasa inni í skáp ættirðu þannig að geta fundið allar upplýsingar um hann s.s. eftir hvern er hann, hvenær var vasinn hannaður, á hvaða tímabili var hann í framleiðslu og hvernig voru merkingar fyrirtækisins.

25.8.10

Ericofon

Fallegir litir á þessum símum - mynd klassik.dk.

18.8.10

Múminbollarnir

Þetta er nú skemmtileg síða fyrir múmínbollaeigendur.

8.8.10

Ó Jósep Jósep

bágt á ég að bíða eftir þessu brauðboxi. Fann semsagt loksins draumabrauðboxið en brauð hefur á mínu heimili aldrei átt neinn ákveðinn stað, þvælist milli staða og endar svo í Tjörninni. Brauðboxið er frá Joseph Joseph, en það er nýtt fyrirtæki hjá Epal sem er með allskonar skemmtilega hluti fyrir eldhúsið.

24.4.10

Jensen-skálar

Uppáhaldsskálin mín núna er ljósblá skál hönnuð af Ole Jensen fyrir Normann Copenhagen. Liturinn er svo fallegur og svo er hún svo þægileg í alla staði að ég bara verð að mæla með henni (Epal selur vörur frá Normann Copenhagen).

9.3.10

Teema

Teema-matarstellið frá Iittala er hönnun Kaj Franck frá árinu 1952. Í dag var ég að nota stellið í myndatöku og heillaðist algjörlega af þessum fallega ljósbláa lit. Mér finnst nefnilega, ólíkt sumum matreiðslumönnum sem ég þekki, turkisblár borðbúnaður einstaklega fallegur ;)

24.2.10

* klukka George Nelson

Vaknaði upp með þá dillu í höfðinu að ég yrði að kaupa mér svarta Asterisk-klukku George Nelson. Svona getur þetta verið, það er enn svolítill 2007-hugsunarháttur eftir í manni - og þökkum fyrir það, annars færi illa fyrir hagkerfinu?

3.10.09

Kubus

Heima-kertastjakinn hér á undan minnir mig óneitanlega á Kubus-stjakann sem Mogens Lassen hannaði árið 1962. Þeir eru á engan hátt líkir, en í mínum huga á Kubus-stjakinn einkarétt á því að vera svartur stjaki fyrir fjögur kerti. Og ég hef lítinn áhuga á honum hvítum, sem er nýjasta útspil nýs framleiðanda, by Lassen.

10.8.09

27.5.09

Kay Bojesen

Á mánudaginn var fór ég í Góða hirðinn (sem ekki er frásögu færandi) og fann þá þennan fína trommuleikara, sem Kay Bojesen hannaði árið 1942. Vinurinn var meira að segja enn í kassanum en kjuðana vantaði - annars í fullkomnu standi. Ég kann vel að meta það sem Kay Bojesen hannaði á sínum tíma og er bæði Apinn og Fíllinn til hér á heimilinu og líka barnahnífapörin. Í dag framleiðir Rosendahl Varðmenn drottningar og ég get kannski bara pantað frá þeim kjuðana ... þá yrði hann nú glaður!

14.5.09

Iittala Festivo

Nú í vikunni fann ég 2 Festivo-kertastjaka í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum. Ég varð ægilega glöð því það er ekki oft sem slíkir stjakar finnast á vægu verði. Timo Sarpaneva hannaði þá árið 1966 fyrir Iittala.

28.4.09

Kivi-kertastjakarnir

frá Iittala eru alltaf jafn fallegir. Í dag fékk ég einn í sumargjöf, blueberry blue, sem bætist við safnið. Ég væri svo til í að eiga alla litina ... en það er eintóm græðgi!

8.4.09

Listaverkakanínur

Sjáiði þessar dýrlegu "listaverkakanínur". Þær eru eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur og fást í Frúnni í Hamborg á Akureyri.