Og í framhaldi af síðasta pósti þá er hér nýjasta framleiðslan, litríkar veifur á vegg. Límveifur í 6 litum, gular, rauðar, grænar, bláar, bleikar og appelsínugular, 12 stykki í pakka.
Mikið svakalega yrði þetta nú smart hér fram á gangi. Geri þetta að tillögu minni þegar stigagangurinn verður tekinn í gegn. Mynd af síðu Lottu Agaton.
Ég rakst á svona snaga í dag í Heimahúsinu í Síðumúla. Þeir eru frá Bloomingville og fást í nokkrum lengdum og á ágætisverði. Og svo fást Fjällräven-bakpokarnir í hinni frábæru verslunGeysi á Skólavörðustíg á aðeins hærra verði ;)
Ég hef lengi hrifist af þessum snögum (hönnun Nanni Holén og framleiðandi Design house Stockholm) og lét loks verða af því að kaupa mér slíka inn á bað. Þeir eru seldir 2 saman í pakka og mig vantaði 3 stk. þannig að núna sit ég uppi með einn hvítan, 45 cm á lengd, sem ég vil gjarnan selja.
olofjakobina@gmail.com.
Það hafa margir spurt mig hvar hægt sé að fá bókstafi til að setja á vegg eða skreyta með á annan hátt og því langar mig að benda á að í Tiger fást núna hvítir ágætis stafir á 400 kr. stykkið.
Og talandi um kringlótta snaga, þá á ég ennþá til nokkra gula (65 mm í þvermál), föndraða af frúnni, en þeir kosta 2500 kr. stykkið. Það er alveg tilvalið að skella þeim upp fyrir páskana :)