Sýnir færslur með efnisorðinu á vegg. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu á vegg. Sýna allar færslur

1.10.11

Veifur á vegg

Og í framhaldi af síðasta pósti þá er hér nýjasta framleiðslan, litríkar veifur á vegg. Límveifur í 6 litum, gular, rauðar, grænar, bláar, bleikar og appelsínugular, 12 stykki í pakka.

15.9.11

Góður veggur

Þetta er dálítið sniðugt ... á meðan maður dettur ekki á vegginn eða rekur sig á pinnana. Mynd úr VT Wonen- via emmas designblogg.

17.8.11

Piano Hanger

Ég sá myndir af þessu sniðuga fatahengi í Húsum og híbýlum. Hönnuðurinn heitir Patrick Seha og framleiðandi er Feld, Belgíu.

15.6.11

Drottinn hér og þar

Á þessum myndum sem birtust í Húsum og híbýlum og Gestgjafanum sér maður glitta í Drottinn blessi heimilið ;) Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson, Rakel Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Sverrisson og Karl Petersson.

14.6.11

Design*Sponge diy

Ef þú býrð svo vel að eiga auðan vegg (og ef afi þinn var prentari) þá er þetta ágætis hugmynd - sjá meira hér.

1.3.11

Einhyrningur og fleiri dýr

Þetta eru nú meiri krúttin - fleiri hér.

10.2.11

Bondis

heitir þessi ágæta klukka frá Ikea - kostar 2590 kr.

31.1.11

1. hæð

Mikið svakalega yrði þetta nú smart hér fram á gangi. Geri þetta að tillögu minni þegar stigagangurinn verður tekinn í gegn. Mynd af síðu Lottu Agaton.

20.1.11

Gamaldags snagar

Ég rakst á svona snaga í dag í Heimahúsinu í Síðumúla. Þeir eru frá Bloomingville og fást í nokkrum lengdum og á ágætisverði. Og svo fást Fjällräven-bakpokarnir í hinni frábæru verslun Geysi á Skólavörðustíg á aðeins hærra verði ;)

23.11.10

Til sölu hvítur Wave hanger - S E L D U R

Ég hef lengi hrifist af þessum snögum (hönnun Nanni Holén og framleiðandi Design house Stockholm) og lét loks verða af því að kaupa mér slíka inn á bað. Þeir eru seldir 2 saman í pakka og mig vantaði 3 stk. þannig að núna sit ég uppi með einn hvítan, 45 cm á lengd, sem ég vil gjarnan selja. olofjakobina@gmail.com.

17.10.10

Luke Bartels

heitir sá sem býr til þetta fínerí - meira hér.

24.9.10

Bókstafir

Það hafa margir spurt mig hvar hægt sé að fá bókstafi til að setja á vegg eða skreyta með á annan hátt og því langar mig að benda á að í Tiger fást núna hvítir ágætis stafir á 400 kr. stykkið.

20.9.10

5.9.10

Barnateikningar

Fallegt þegar margar barnateikningar mynda eitt stórt listaverk.

14.6.10

Fínn veggur

Smá viðbót við myndaveggina hér.

6.5.10

Perlustafróf

Sniðugt skraut í barnaherbergið - mynd af finnskri bloggsíðu.

28.3.10

Áhugavert klósettrúlluveggskraut

þetta er nú aldeilis sniðugt - veggskraut úr gömlum klósettpappírsrúllum - meira hér.

5.3.10

Páskasnagar

Og talandi um kringlótta snaga, þá á ég ennþá til nokkra gula (65 mm í þvermál), föndraða af frúnni, en þeir kosta 2500 kr. stykkið. Það er alveg tilvalið að skella þeim upp fyrir páskana :)

Kringlóttir snagar

eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en þeir finnast í ýmsum stærðum og gerðum. Hér höfum við nokkrar týpur: Patère Manto, hönnun Design by O 2003, The Dots, hönnun Tveit & Tornøe 2007, Ohook, hönnun Anne Heinsvig & Christian Uldall 2008 og Eclipse, hönnun Nadia Tatomir 2009.