29.9.11

Olíulampar

Fallegir olíulampar frá sænska fyrirtækinu Klong (via Lotta Agaton).

28.9.11

Österbro

Danskt og huggulegt heimili úr Bolig.

20.9.11

Til sölu íbúðin okkar - S E L D

Jæja, þá er komið að því að íbúðin okkar fari í sölu!! Hjarðarhagi 26, 1. hæð til hægri. 122 fm.

19.9.11

Svart eldhús

Ég er svolítið hrifin af svörtum eldhúsum, allavega neðri skápum. Þetta hér fann ég síðunni Plastolux en eldhúsið er hluti af vinnustofu MO Architekten í Þýskalandi.

17.9.11

Vintage ljós til sölu !

Til sölu þessi frábæru sixtís-loftljós, verð frá 9000 kr. - nánari upplýsingar hjá Normu á facebook ("líkið" endilega við síðuna) eða í síma 699-8577 (Inga)

Rappelkiste

Skemmtileg barnamubla frá árinu 1975 - hönnun Luigi Colani.

16.9.11

Kimi + Paul Galloway

Kimi og Paul eru skapandi fólk sem búa svona huggulega - myndir af Design*Sponge.

Emily

Alveg hreint ágætis ljós - hönnun Daniel Becker.

15.9.11

Góður veggur

Þetta er dálítið sniðugt ... á meðan maður dettur ekki á vegginn eða rekur sig á pinnana. Mynd úr VT Wonen- via emmas designblogg.

13.9.11

Vogue Living Australia

Skemmtileg mynd úr ástralska Vogue Living.

12.9.11

Gömul leikföng

Ég hef mjög gaman af gömlum klassískum leikföngum (eins og t.d. frá Fisher Price og Brio) og á sonurinn orðið ansi gott safn. En til þess að losa aðeins um langar mig að selja þetta gæða dót hér fyrir neðan, sumt sjúskaðra en annað en allt fallegt uppi á hillu :) Verð á bilinu 1500-2500 kr. fyrir stykkið. olofjakobina@gmail.com eða NORMA á facebook.

Marimekko pottaleppar

Nýjustu pottalepparnir frá Marimekko heita Lappuliisa og eru alveg voða krúttlegir (fást í Epal).

Hæðastillanlegt hringborð til sölu - S E L T

Til sölu hæðarstillanlegt hringborð frá Habitat. Borðið, sem heitir Jaq og er hannað af Juliu Leakey frá árinu 2003, nýtist bæði sem sófaborð og eldhúsborð/borðstofuborð - þvermál 100 cm, hæðastillanlegt frá 47-72 cm. Massífir viðarfætur og hvít lamineruð borðplata (mynd líka hér). Frábært borð í litlar stofur/borðstofur. Neðstu myndirnar eru úr nýjasta tölublaði tímaritsins Dwell - sjá meira af því hér. Verð 15.000 kr. olofjakobina@gmail.com

9.9.11

Elle Decoration UK

Í septemberblaði Elle Decoration er þetta huggulega svarthvíta danska heimili. Myndir Wichmann + Bendtsen (via Anna G.)