Sýnir færslur með efnisorðinu selt. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu selt. Sýna allar færslur

12.9.11

Hæðastillanlegt hringborð til sölu - S E L T

Til sölu hæðarstillanlegt hringborð frá Habitat. Borðið, sem heitir Jaq og er hannað af Juliu Leakey frá árinu 2003, nýtist bæði sem sófaborð og eldhúsborð/borðstofuborð - þvermál 100 cm, hæðastillanlegt frá 47-72 cm. Massífir viðarfætur og hvít lamineruð borðplata (mynd líka hér). Frábært borð í litlar stofur/borðstofur. Neðstu myndirnar eru úr nýjasta tölublaði tímaritsins Dwell - sjá meira af því hér. Verð 15.000 kr. olofjakobina@gmail.com

6.9.11

Gulur vegglampi til sölu - S E L D U R

Til sölu þessi krúttlegi sixtís vegglampi - tilvalinn í barnaherbergi eða jafnvel eldhús. olofjakobina@gmail.com

25.8.11

Borðstofuljós til sölu - S E L T

Til sölu koparlitað borðstofuljós (49 cm í þvermál). Ljósið er komið til ára sinna, með smá rispum, en gríðarlega fallegt í laginu. Veit ekki hvar það er framleitt en er sennilega frá árunum 1960-1970 (minnir mig á Tom Dixon ljósin).

24.8.11

Sixtís hægindastóll til sölu - S E L D U R

Þessi fagri appelsínuguli hægindastóll er til sölu. Hann er mjög vel með farinn og einstaklega þægilegur. Áklæði alveg heilt. Breidd 68 cm, dýpt 88 cm og hæð 100 cm. olofjakobina@gmail.com

23.8.11

Brúnn Kevi-stóll til sölu - S E L D U R

Til sölu dökk súkkulaðibrúnn Kevi-skrifborðsstóll (allt um Kevi stóla hér). Vel með farinn og voða fínn. olofjakobina@gmail.com

26.7.11

Til sölu baststóll - S E L D U R

Stór og góður tágarstóll til sölu, fallegur með gæru eða púða (fylgir ekki í kaupum). Breidd 59 cm, dýpt 78 cm og hæð 85 cm. olofjakobina@gmail.com

7.7.11

Klassísk finnsk hönnun - S E L D U R

Til sölu forkunnar fagur emeleraður pottur með haldi úr massífu tekki. Potturinn var hannaður af finnanum Seppo Mallat árið 1963 fyrir Finel, en á þeim tíma vann sá hönnuður með Antti Nurmesniemi sem er stundum skrifaður fyrir hönnuninni (en það er víst ekki rétt, sjá hér). Finel varð síðar að Arabia og er potturinn því framleiddur af Arabia Finland.

2.6.11

Til sölu vintage leðursófi - S E L D U R

Er alveg að missa mig í vortiltektinni og hef nú ákveðið að selja svarta leðursófann minn. Hann er alveg óskaplega fallegur en um leið og ég færði hann út úr stofunni þá græddi ég nokkra auka fermetra. Semsagt, til sölu ef gott tilboð fæst í gripinn (verðhugmynd 40-50.000 kr.). Lengd 245 cm, dýpt 80 cm og hæð 70 cm. Óska eftir tilboðum á netfangið olofjakobina@gmail.com

26.5.11

Semi-loftljós - S E L T

Til sölu gamalt svart Semi-loftljós (60 cm, stærsta tegundin) sem ég hef áður fjallað um hér. Hönnun Claus Bonderup og Torsten Thorup frá árinu 1967, framleiðandi Fog & Mörup. Nokkrar síður með myndum og upplýsingum hér, hér, hér og hér. Tilboð óskast, olofjakobina@gmail.com

9.5.11

Kevi-stóll til sölu - S E L D U R

Ég á einn fagurrauðan Kevi-stól sem mig langar til að selja. Skrifborðsstólarnir voru hannaðir af dönsku tvíburunum og arkitektunum Ib og Jørgen Rasmussen. Í dag er Engelbrechts framleiðandi stólanna og mér sýnist að viðmiðunarverð á þeim sé 3900 danskar krónur eða um 85.000. Er til í að láta minn gamla á 8000 krónur.

12.2.11

Standlampi til sölu - S E L D U R

Til sölu rauður standlampi, hæð 118 cm. olofjakobina@gmail.com

10.2.11

Bastkollur til sölu - S E L D U R

Til sölu bastkollur, alveg eins og nýr, frændi þessara. olofjakobina@gmail.com

16.1.11

Til sölu Cycloc-reiðhjólaupphengi - S E L T

Til sölu svart Cycloc-reiðhjólaupphengi. Allt um græjuna hér og hér - olofjakobina@gmail.com

28.11.10

B&O Beocord 1100 - S E L T

Til sölu þetta æðislega B&O kasettutæki (eins og það fremra á myndinni, klætt með tekki). Dásamlega fallegt - hannað af Jacob Jensen og var í sölu frá 1975-77. Upplýsingar um tækið hér og hér.

23.11.10

Til sölu hvítur Wave hanger - S E L D U R

Ég hef lengi hrifist af þessum snögum (hönnun Nanni Holén og framleiðandi Design house Stockholm) og lét loks verða af því að kaupa mér slíka inn á bað. Þeir eru seldir 2 saman í pakka og mig vantaði 3 stk. þannig að núna sit ég uppi með einn hvítan, 45 cm á lengd, sem ég vil gjarnan selja. olofjakobina@gmail.com.

17.11.10

Bambuskollar til sölu - S E L D I R

Tími bambuskollana er kominn, sjá hér og hér.
Og við leitina að rétta jólaskrautinu, niðri í geymslu, kom ýmislegt í ljós, t.d. þessir krúttlegu kollar hér á myndunum. Þeir vilja ólmir komast á gott heimili, rétt eins og frændur þeirra gerðu. Tilboð óskast! olofjakobina@gmail.com

25.10.10

Til sölu þessir skemmtilegu kollar - S E L D I R

60's kollar til sölu, annar rauður og hinn svartur, hæð 45 cm. Algjörar dúllur! Tilboð óskast - olofjakobina@gmail.com

8.10.10

Jasper Morrison Bird Table - S E L T

Ég er hér með Bird Table frá Magis sem mig langar til að selja - gengur ekki upp hér á svölunum :) Hönnun Jasper Morrison frá 1991. Frábært undir fuglamatinn í vetur.

24.8.10

Bastkollar til sölu - S E L D I R

Til sölu þessir fínu kollar - mjög flottir undir blöð og tímarit eða bara uppá punt! olofjakobina@gmail.com