31.3.11

Frumskógarafmæli

úr nýjasta Gestgjafanum, myndir Karl Petersson.

30.3.11

Fallegt fuglahús

Lenneke Wispelwey er hönnuður þessa fallega fuglahúss.

28.3.11

Hönnunarmars 2011

Á síðunni Koolandkreativ má sjá heilmikið um Hönnunarmarsinn - hef engu við það að bæta ;)

21.3.11

Lísa

Guðbjörg Káradóttir leirkerasmiður og ég höfum hafið samstarf undir heitinu Postulína. Lísa er fyrsta afurð Postulínu, staflanlegir kertastjakar handrenndir úr postulíni. Kertastjakarnir verða kynntir í Epal á HönnunarMars sem hefst núna á fimmtudaginn.

17.3.11

Eldhús á Flókagötu

Karl Petersson myndaði þetta fallega eldhús fyrir Gestgjafann. Innlitið birtist í 13. tbl. 2010.

16.3.11

olofjakobinadesign.blogspot.com

Ég er að útbúa nýja síðu með dótinu mínu ... sem verður vonandi tilbúin fyrir HönnunarMarsinn.

Helsinki

Petra Bindel tók þessar myndir af heimili hönnuðarins Susönnu Vento í Helsinki, en þær má sjá í nýjasta tölublaði Dwell. Hef áður fjallað um þetta heimili hér.

Enn ein fína íbúðin í Stokkhólmi

af bloggsíðu Emmu Fexeus (fleiri myndir af hvítum flísum hér).

Eldhús Fornhaga

Í nýjasta Gestgjafanum er fallegt innlit í eldhús á Fornhaganum. Myndirnar tók Kristinn Magnússon.

11.3.11

ATH-hillur

HönnunarMars nálgast og hér eru nýjar hillur komnar í hús. Þær heita ATH en hugmyndin kemur frá því þegar við notum yfirstrikunarpenna á texta og merkjum við aðalatriðin. Hillurnar virka því eins og gul strik á bók - vekja athygli á því sem á þeim er. ATH-hillurnar eru gerðar úr afgangstimbri og eru því umhverfisvænar og (neon)grænar.

9.3.11

Eru tímamót framundan?

Enn eru nokkur dagatöl eftir og ekki of seint að skipuleggja árið. Hönnun: Ólöf Jakobína Ernudóttir og Linda Guðlaugsdóttir. Prentun: Reykjavík Letterpress. Tímamót fást í Epal, Hrím Akureyri, Iðu, Kokku, Mýrinni Kringlunni, Norrænahúsinu, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og í vefversluninni uma.is

Svarthvítar eldhúsgræjur

Myndir Bragi Þór Jósefsson, stílisering óje.

8.3.11

Himinn og haf

Nokkrar myndir héðan úr nágrenninu.

7.3.11