27.10.09

Skopparakringlur

Það mætti alveg gefa mér þessar skopparakringlur í jólagjöf, ef þær kostuðu ekki 22 þúsund, því þær eru ótrúlega flottar. Hannaðar undir Eames-áhrifum og framleiddar af Hermann Miller.

26.10.09

Krossviður

Myndir Christine Besson fyrir tímaritið Loftlife.

Quilt

Quilt er nýleg afurð Bouroullec-bræðranna en framleiðandi er Established & Sons.

23.10.09

Jólagjöfin í ár

Nú er ég búin að koma mér upp ágætis lager af kökudiskunum og hef því ákveðið að taka þátt í markaði sem verður haldinn í Gerðubergi, Breiðholti frá kl.13-17 á morgun, laugardag. Diskarnir eru heimagerðir úr gömlu postulíni og er því um að ræða ákaflega umhverfisvæna framleiðslu. Fleiri myndir af diskum hér og hér.

22.10.09

Bak við tjöldin hjá Mörthu Stewart

Á vef Mörthu Stewart má finna þessar skemmtilegu myndir sem sýna vinnuaðstöðu hennar fólks. Þarna vantar ekki proppsið ... og allt í röð og reglu!

18.10.09

Berge

er hótel í Ölpunum hannað af Nils Holger Moormann. Ég geri ekki ráð fyrir því að vera á leið til Þýskalands frekar en neitt annað á næstu árum, en þetta er virkilega skemmtilegt íbúðahótel.

Eldhúsinnrétting

Mér líst afar vel á þessa opnu skúffueiningu með græna rammanum þó ég sé annars lítið hrifin af þessari innréttingu. Það má alveg útfæra þessa hugmynd á einhvern nýjan máta. Mynd: Viola Park.

15.10.09

Århus

Þegar ég var að vinna á Húsum og híbýlum þá keyptum við þetta innlit frá Danmörku og birtum í blaðinu. Ég er enn í dag óskaplega hrifin af mörgu í þessari íbúð og langaði því að setja þetta hér inn (myndir Bjarni B. Jacobsen - stílísering Anette Eckmann).

13.10.09

Kastali fyrir vestan

Ef ég ætti smið og ef ég ætti nóg af peningum þá væri þetta ansi álitlegt - sjá fasteignavef mbl.is

Lundby dúkkuhús frá ca 1972 - S E L T

Mig langar að óska eftir tilboðum í þetta gamla Lundby-dúkkuhús. Það er ca 35 ára gamalt og svolítið sjúskað en alveg ótrúlega krúttlegt þrátt fyrir það - ég er sérstaklega hrifin af baðherbergisinnréttingunum og myndinni af konungshjónunum! Húsið er á fjórum hæðum með bílskúr og fylgja einhver húsgögn með. Dásamlegt veggfóður á flestum herbergjum og appelsínugult teppi í stofu ... hvað er hægt að biðja um meira? (sími 899-6189)