Sýnir færslur með efnisorðinu grænn apríl. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu grænn apríl. Sýna allar færslur

6.4.12

6. grænn apríl

Hér er önnur hugmynd með glerkrukkum. Þær má til dæmis nýta sem morgunverðarskálar eða jafnvel undir hátíðareftirréttinn. Mynd The little red house.

5.4.12

5. grænn apríl

Ég er alltaf hrifin af þessum gúmmíkörfum sem gerðar eru úr gömlum bíldekkjum. Vinsælt er að mynda þær við arininn fullar af viðarkubbum en ekki örvænta, þær má nota t.d. undir pottablóm, leikföng, prjónadótið, dagblöðin, húfur og trefla.

4.4.12

4. grænn apríl

Sjáið þessu fallegu glös! Þau voru einu sinni vínflöskur. Kíkið endilega á síðuna Bottlehood en þar má sjá allskonar glös, misfalleg að vísu, unnin úr gömlum flöskum.

3.4.12

3. grænn apríl

Staka sokka má nýta í ýmislegt t.d. í dúkkugerð - hugmyndaflugið er allt sem þarf. Myndir m.a. af síðunni Paper Source.

1.4.12

2. grænn apríl

Hér er skemmtileg hugmynd frá House to home. Gamlar sultukrukkur og leikfangadýr er allt sem þarf.

1. grænn apríl

Skókassa og aðra litla pappakassa sem koma inn á heimilið má nýta aftur sem gjafakassa eða geymslubox. Hér er búið að líma utan um þá götu- og landakort, sem má t.d. finna í gömlum símaskrám eða landabréfabókum, en þær má fá í Góða hirðinum eða á öðrum mörkuðum. Mynd frá Design*Sponge.