27.7.09

Amsterdam

Og hér eru myndir af hollensku heimili -einnig af síðu Marie Claire Maison.

París

Myndir af síðu Marie Claire Maison.

26.7.09

Tapio Wirkkala

Tapio Wirkkala (1915-1985) hannaði X-frame-sófaborðið árið 1958. Þetta er eitt fallegasta sófaborð sem ég hef séð en hentar þó ekki barnafjölskyldum.

Taverne Agency

Hér kemur hollenskt innlit - ljósmyndari Hotze Eisma.

25.7.09

Bambusmublur

finnast mér allt í einu ægilega spennandi. Ég held að það hljóti að vera þessi endalausa sumarblíða sem orsaki þennan áhuga. Ætli það renni ekki af mér aftur með haustinu. Ég gæti t.d. vel hugsað mér þennan koll sem er hönnun Franco Albini frá 1951. Stólana hannaði hann líka á svipuðum tíma.

23.7.09

Katie Lockhart

er mikill snillingur (sjá hér). Þessi gulu gólf eru t.d. ótrúlega flott!

21.7.09

Sumarblóm

Undanfarið er ég búin að vera að sanka að mér allskonar mismunandi glerflöskum ... og þá er bara að tína blómin.

20.7.09

Sigtuna Stads Hotell

Fallegar myndir frá sænska hótelinu Sigtuna Stads Hotell.

Pottaleppar

Gamlir heklaðir pottaleppar eru oft mjög fallegir - hvað þá svona margir saman.

19.7.09

Litagleði í sumarhúsi

Þetta krúttlega stelpuherbergi er í sumarhúsi í Danmörku.

No Problem

No Problem er dönsk hönnunargrúppa sem sýndi á Salone Satellite í Mílanó í vor. Mér finnst þetta skrifborð svolítið sniðugt og eins þessir snagar ...