30.9.09

Lisa Congdon

Þetta skemmtilega diskasafn er í eigu Lisu Congdon.

29.9.09

S-XL

Þessu verð ég að deila með ykkur. Í dag fór ég í verslunina Búsáhöld í Kringlunni og fann þar kökuform Konstantins Slawinski (sem ég minntist áður á hér) á aðeins 2500 kr. - ársgamalt verð! Ég greip því tækifærið og skellti mér á eitt stykki - kökubakstur fyrirhugaður um helgina :)

Bókahillur

28.9.09

Sam Baron

Fallegir litir á þessu keramiki - hönnun Sam Baron.

27.9.09

Helle Högsbro Krag

er hönnuður og eigandi verslunarinnar Créme de la Créme á la Edgar í Kaupmannahöfn. Hér höfum við heimilið hennar - myndir af síðu Taverne Agency.

Fallegur rauður pottofn

26.9.09

Fiskar á þurru landi :)

Gulu Montana-hillurnar á myndinni hér fyrir neðan eru einstaklega fallegar á litinn (eins og ég hef áður minnst á) en þessi bústni og einmana fiskur heillaði mig strax alveg uppúr skónum. Þannig að þegar ég rakst á syngjandi og dansandi fisk sem sat fastur á einhverri rosagræju, eigði ég von um að geta eignast fisk (á vegg). Og viti menn, þegar ég var búin að losa úr honum alla vírana og þrífa hátt og lágt þá brosti hann til mín og sagði: "Þakka þér, frú mín góð, fyrir að losa mig úr þessum álögum. Örlög mín voru ekki að láta eins og fífl, dansandi og syngjandi eftir pöntun". Þannig að nú eru allir sáttir, ég, fiskurinn og sonurinn sem hefur hann uppi á vegg í herberginu sínu.

23.9.09

Í Amsterdam

búa þessir kreatívu safnarar. Ljósmyndari Hotze Eisma - stílisti Reineke Groters.

Ný sending!

Ég bjó til nokkra kökudiska nú í vikunni og er því með ágætis lager í augnablikinu (diskarnir eru gerðir úr gömlu postulíni, diskum, kertastjökum og öðru tilfallandi. Íslensk og umhverfisvæn framleiðsla -fleiri myndir hér og hér).

22.9.09

Picnica

Ég kíkti inn í Kisuna í síðustu viku og sá þá að fína innkaupataskan sem ég minntist á hér var komin þar í sölu. Hún er alveg jafn sæt og á myndunum þannig að ég set hana hér með á jólagjafalistann. Hönnun: EDING:POST.

21.9.09

Louise Campbell

Í miðri Kaupmannahöfn býr hönnuðurinn Louise Campbell með allt sitt fína dót. Myndir frá Bolig Magasinet.

20.9.09

Guð signi heimið

Færeyska línan komin:

Stellan Herner

Sænski ljósmyndarinn Stellan Herner tók þetta innlit fyrir Elle Interiör - stílisti var Tina Hellberg. Matjurtagarðurinn er ótrúlega skemmtilegur - hér er allt í stíl.