30.6.10

Vintage hnífaparasett til sölu - S E L D

Dömur mínar og herrar. Hér kemur það sem þið hafið beðið eftir: Fullkomið sett af hnífapörum fyrir 6 frá því í kringum 1960, enn í kassanum (24 stk.). Mér finnast þau óhemju falleg en aðrir á heimilinu eru ekki með sama smekk og því eru þau til sölu - hver býður best? olofjakobina@gmail.com

Simbahöllin

Á ferð okkar um Vestfirði um síðustu helgi duttum við inn á þetta dásamlega kaffihús, Simbahöllina á Þingeyri. Þar var allt eins og best verður á kosið - gott kaffi, góður matur, frábær þjónusta, yndislegt umhverfi og ágætis tónlist.

23.6.10

Dúllulegar danskar uglur

Þessar sætu uglur eru frá Ferm-living og fást í Sirku á Akureyri.

21.6.10

16.6.10

Tómatar

Tómataþáttur sem ég, Sirrý og Rakel gerðum fyrir 8. tölublað Gestgjafans - sem kom í búðir í dag.

14.6.10

Fínn veggur

Smá viðbót við myndaveggina hér.

12.6.10

Sigurður Guðmundsson

Þar sem ég er byrjuð að mæla með ljósmyndasýningum, þá verð ég að mæla með Sigurði Guðmundssyni í i8 - frábær sýning!

Friederike von Rauch

Ég get eindregið mælt með sýningunni Sites með myndum Friederike von Rauch í Hafnarborg. Sýningin stendur aðeins í viku í viðbót eða til 20. júní.

10.6.10

Fögur fiðrildi

Í fyrra sagðist ég ætla að fara að safna fiðrildum, en ekki hefur orðið af því enn - sem betur fer kannski, því nógu dóti sanka ég nú að mér. En allavega, þá er netverslunin The Evolution Store frábær síða til að gleyma sér á ...

Krúttlegt eldhús

Fallegar myndir af ágætis eldhúsi í Toronto. Myndir frá Bloesem.