30.4.09

Amsterdam

Hér er innlit til innanhússarkitektsins Wim De Vos sem er búsettur í Amsterdam.

28.4.09

Kivi-kertastjakarnir

frá Iittala eru alltaf jafn fallegir. Í dag fékk ég einn í sumargjöf, blueberry blue, sem bætist við safnið. Ég væri svo til í að eiga alla litina ... en það er eintóm græðgi!

27.4.09

Fjölskyldumyndirnar

Þetta er nú aldeilis fínn myndafleki, skemmtilegustu fjölskyldumyndirnar allar á einum stað ... og lampinn er líka fínn. (Stílisti Pernille Vest)

26.4.09

Nicolas Mathéus

Franski ljósmyndarinn Nicolas Mathéus tók þessar fínu myndir:

Studiomama

Studiomama (Nina Tolstrup) hefur hannað marga skemmtilega hluti ...

22.4.09

by nord

Þetta fallega sængurverasett er hannað af by nord.

21.4.09

London

Abigail Ahern er hönnuður og stílisti sem býr í London.

Áfram Habitat

Þessa hressilegu mottu (sem er 170x240 cm) hannaði Margo Selby fyrir Habitat. Ég væri þakklát þeim sem opnuðu verslunina aftur ... þó ekki í Holtagarðahryllingnum.

19.4.09

Coral

Og ljósið heitir Coral, hannað af David Trubridge og framleitt af Whiteflax.

Ferskir straumar frá Uruguay

Svakalega flott - rauðir gluggar og hurðir - gengur þó líklega ekki hér í blokkinni.

Vinnustofa í garðinn

Alveg er þetta snilldarhugmynd - að kaupa sér gamalt hjólhýsi og koma því fyrir í garðinum.

15.4.09

Butterfly chair (BKF)

var hannaður í Argentínu árið 1938. Hönnuðir stólsins eru Antonio Bonet, Juan Kurchan og Jorge Ferrari Hardoy og framleiddi Knoll hann á sínum tíma.

14.4.09

Pez-kallar

Við mæðgurnar eigum pínulítið Pezkarlasafn sem sómir sér vel inni í herbergi dótturinnar. Á Flickr rakst ég hins vegar á alvöru safn og mjög skemmtilega uppsett. Góð hugmynd fyrir þá sem vantar eitthvað á veggina ...

13.4.09

Hans Olsen

Fínu tekkstólarnir með 3 fótunum hér fyrir neðan sýnast mér vera stólar eftir Hans Olsen sem voru hannaðir um 1960 og framleiddir af Frem Röjle. Þeir eru oft fáanlegir í verslunum í Skandinavíu sem selja húsgögn frá þessu tímabili.