Sýnir færslur með efnisorðinu heima. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu heima. Sýna allar færslur

15.12.11

Jólaborðið 2010

Fallegar myndir Braga Þórs Jósefssonar af jólaborði sem ég gerði fyrir DV í fyrra - sama borð áður hér.

1.10.11

Veifur á vegg

Og í framhaldi af síðasta pósti þá er hér nýjasta framleiðslan, litríkar veifur á vegg. Límveifur í 6 litum, gular, rauðar, grænar, bláar, bleikar og appelsínugular, 12 stykki í pakka.

20.9.11

Til sölu íbúðin okkar - S E L D

Jæja, þá er komið að því að íbúðin okkar fari í sölu!! Hjarðarhagi 26, 1. hæð til hægri. 122 fm.

2.6.11

Til sölu vintage leðursófi - S E L D U R

Er alveg að missa mig í vortiltektinni og hef nú ákveðið að selja svarta leðursófann minn. Hann er alveg óskaplega fallegur en um leið og ég færði hann út úr stofunni þá græddi ég nokkra auka fermetra. Semsagt, til sölu ef gott tilboð fæst í gripinn (verðhugmynd 40-50.000 kr.). Lengd 245 cm, dýpt 80 cm og hæð 70 cm. Óska eftir tilboðum á netfangið olofjakobina@gmail.com

23.2.11

Luxo og frændur þeirra

Ég fann um daginn í Góða hirðinum tvo gula "Luxolampa" (sem eru þó ekki frá Luxo) og ég er svo yfir mig ánægð með þá að mig langar að þakka þeim sem létu þá af hendi. Mér finnst ég vera komin með tvo gamla æskuvini inn á heimilið.

30.1.11

Sófaborðið mitt góða

Decopedia er frábær síða sem gaman er að skoða. Ég komst t.d. að því að Sven Ellekær hannaði fína sófaborðið mitt árið 1961 en framleiðandi var Christian Linnebergs Möbelfabrik. Borðið fann ég fyrir mörgum árum í Góða hirðinum.

19.12.10

Lagt á jólaborðið

Ég lagði á jólaborðið fyrir DV og myndir af því má finna í helgarblaðinu. Ljósmyndari Sigtryggur Ari Jóhannsson.

24.9.10

Bókstafir

Það hafa margir spurt mig hvar hægt sé að fá bókstafi til að setja á vegg eða skreyta með á annan hátt og því langar mig að benda á að í Tiger fást núna hvítir ágætis stafir á 400 kr. stykkið.

23.3.10

DIY páskaskraut

Fyrir páskana í fyrra tók ég mig til og klippti út, úr hvítum stífum pappír, heil ósköp af eggjum sem ég þræddi svo upp á silkiband og hengdi upp í stofunni. Þetta var, eins og sjá má, einstaklega auðvelt og fljótlegt og bara nokkuð sætt ...

5.3.10

Páskasnagar

Og talandi um kringlótta snaga, þá á ég ennþá til nokkra gula (65 mm í þvermál), föndraða af frúnni, en þeir kosta 2500 kr. stykkið. Það er alveg tilvalið að skella þeim upp fyrir páskana :)

10.2.10

3.1.10

Inspiration bubble

er skemmtileg síða sem ég kíki oft á, en greinilega ekki nógu oft, því að í morgun rakst ég þar á kunnuglegar myndir, þ.e. af heimili mínu í Stigahlíðinni frá 2003.