
Sýnir færslur með efnisorðinu klassísk hönnun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu klassísk hönnun. Sýna allar færslur
1.8.12
Ericofon til sölu hjá Normu

5.3.12
16.2.12
Steen Østergård
Steen Østergård hannaði 290 stólinn árið 1966. Stóllinn minnir óneitanlega á Panton-stól Verner Panton (á neðstu myndinni) en hann fór einmitt í framleiðslu það sama ár - báðir þó flottir!






9.9.11
23.8.11
Brúnn Kevi-stóll til sölu - S E L D U R
Til sölu dökk súkkulaðibrúnn Kevi-skrifborðsstóll (allt um Kevi stóla hér). Vel með farinn og voða fínn. olofjakobina@gmail.com

22.7.11
Svarta Semi-ljósið - S E L T
er hér enn ef einhver hefur áhuga ;)

Efnisorð:
klassísk hönnun,
ljós og lampar,
selt
13.7.11
Kartio-vasar
Kartio-glösin, frá 1958, eru sennilega með þekktari verkum Kaj Francks, en þau voru hönnuð til að passa með Kilta-stellinu sem var forveri Teema. Glösin eru sívinsæl og mjög gott dæmi um tímalausa hönnun. Þarna um árið hannaði Kaj Franck líka blómavasa í sama stíl en þeir hættu í framleiðslu árið 1961. Iittala hefur nú dustað rykið af þeim og sett á ný í framleiðslu en vasarnir fást í tveimur stærðum og fimm litum.



7.7.11
Klassísk finnsk hönnun - S E L D U R
Til sölu forkunnar fagur emeleraður pottur með haldi úr massífu tekki. Potturinn var hannaður af finnanum Seppo Mallat árið 1963 fyrir Finel, en á þeim tíma vann sá hönnuður með Antti Nurmesniemi sem er stundum skrifaður fyrir hönnuninni (en það er víst ekki rétt, sjá hér). Finel varð síðar að Arabia og er potturinn því framleiddur af Arabia Finland.





3.7.11
Hundur Kay Bojesen
Þetta mikla krútt er hönnun Kay Bojesen (sem ég hef áður talað um hér) frá 1935. Hundurinn er nú aftur kominn í framleiðslu hjá Rosendahl og fæst í Epal. 


15.6.11
Góði alltaf góður
Teketillinn, sem mig hefur lengi langað í, beið mín í Góða hirðinum í dag. Ketillinn, GA3 (eins og sá svarti á myndinni) var hannaður árið 1953 af Ullu Procopé fyrir Arabia og eintakið sem ég fann framleitt árið 1969 - er því alsæl með kaupin :)



28.5.11
26.5.11
Semi-loftljós - S E L T
Til sölu gamalt svart Semi-loftljós (60 cm, stærsta tegundin) sem ég hef áður fjallað um hér. Hönnun Claus Bonderup og Torsten Thorup frá árinu 1967, framleiðandi Fog & Mörup. Nokkrar síður með myndum og upplýsingum hér, hér, hér og hér.
Tilboð óskast, olofjakobina@gmail.com


Efnisorð:
klassísk hönnun,
ljós og lampar,
selt
25.5.11
Ballograf
Við hjónaleysin fórum til Stokkhólms í síðustu viku og þar í safnabúð Moderna Museet (sem er alveg frábær) fjárfesti ég í þessum fína sænska Ballograf-penna. Og þvílík nostalgía - mér finnst ég vera komin í gamlan og góðan banka norður á Akureyri einhverntíma á seinnihluta síðustu aldar.

9.5.11
Kevi-stóll til sölu - S E L D U R
Ég á einn fagurrauðan Kevi-stól sem mig langar til að selja. Skrifborðsstólarnir voru hannaðir af dönsku tvíburunum og arkitektunum Ib og Jørgen Rasmussen. Í dag er Engelbrechts framleiðandi stólanna og mér sýnist að viðmiðunarverð á þeim sé 3900 danskar krónur eða um 85.000. Er til í að láta minn gamla á 8000 krónur.



27.4.11
Picknick í Pipar og salti
Verslunin Pipar og salt er komin með sænku Picknick-línuna sem ég minntist á hér. Og ekki nóg með það heldur eru vörurnar ódýrari hér en í Svíþjóð ... allavega viskustykkið sem ég keypti.

11.4.11
String-hillukerfi
String-hillukerfið er hönnun sænska arkitektsins Nils Strinning frá 1949. Hillurnar eru gott dæmi um klassíska skandinavíska hönnun frá miðri síðustu öld - fást í Epal.










Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)