30.11.09

26.11.09

Konungborið ungviði

Er þarna komin hugmynd fyrir jólakortamyndatökuna? Þetta eru allavega frábærar kórónur. (myndir af síðu Talc-boutique).

Jólaborðið 2003

Ég var að blaða í gegnum gömul jólablöð og fann þá þessar dýrlegu myndir sem hafa elst afar vel. Ég lagði þarna á borð fyrir Hús og híbýli en myndirnar tók Gísli Egill Hrafnsson.

25.11.09

Animal Bowls

Dýraskálarnar hannaði Hella Jongerius árið 2004 fyrir hið rótgróna þýska postulínsfyrirtæki Nymphenburg. Ég geri ráð fyrir að hún eigi þátt í endurkomu postulínsfígúranna - hafi kannski startað því mikla trendi ...

24.11.09

Formköku þáþrá

Og meira úr kökublaði Gestgjafans. Myndir Karl Petersson, bakstur Sigríður Björk Bragadóttir, stílisering óje.

Kökublað Gestgjafans

Þessar fallegu myndir tók Karl Petersson fyrir Kökublað Gestgjafans - um baksturinn sá Sigríður Björk Bragadóttir og stílisering var í mínum höndum.

23.11.09

Sirka

Og talandi um Sirku á Akureyri, þá vil ég endilega koma á framfæri að þessi frábæru desemberkerti fást þar í einum pakka, en þau eru kærkomin tilbreyting frá dagatalakertinu góða úr Blómavali.

Ferm-living

Ferm-living framleiðir þetta krúttlega jólatrésskraut - sem minnir óneitanlega á Fauna-púðana og leikföngin frá Bookhou ... en hvað um það, sætt engu að síður. Vörur Ferm-living fást í Sirku, Akureyri.

19.11.09

Pappahús fyrir börn

Þessi krúttlegu hús fást í netversluninni uma.is. Tilvalin jólagjöf fyrir börnin ...

Vase des 7 nuits

Þetta fallega sjö vasa sett er hönnun Tse-tse. Ég gæti trúað því að silkifura eða thuja færi þessum vösum afar vel - en þeir fást í Kisunni (mynd Gaile).

18.11.09

Alessi

Tonale heitir þessi borðbúnaður sem er hannaður af David Chipperfield fyrir Alessi (meira hér).