29.1.10

Gult rúmteppi

væri nú svolítið frískandi svona í skammdeginu.

28.1.10

Landskrona

Á Veröld Mörtu Maríu rakst ég á myndir af þessu fyrirmyndarheimili í Svíþjóð.

Amber in the sky

heitir þetta sniðuga barnarúm. Hönnuður er Thomas Maitz og framleiðandi Perludi.

26.1.10

Grand Prix

Þessa borðstofu gæti ég alveg hugsað mér að eiga. Gömlu Grand Prix-stólarnir sem Arne Jacobsen hannaði árið 1957 fara einstaklega vel við þetta nútímalega borð. Stólarnir eru í framleiðslu nú einungis með stálfótum en þessir gömlu með viðarfótunum eru nú mikið fallegri.

Little Fashion Gallery

Allskonar fallegt úr Little Fashion Gallery.

21.1.10

Ball Chair

Sjáiði nú hvað ég fann á Barnalandinu, Ball Chair! -ekki eru nú margir slíkir til hér á landi. Vonandi er hér um ósvikinn stól að ræða, en óskað er eftir tilboðum í gripinn. Eero Aarnio hannaði stólinn árið 1966 og framleiðandi er Adelta. Epal selur þessa stóla og mér skilst að í dag myndi slíkur stóll kosta um eina milljón króna ... en meira um hann hér.

20.1.10

Idée Shop í Japan

Nokkrar fínar myndir af síðu Idée Shop.

19.1.10

Svanur til sölu

Það er ekki oft sem maður sér Svani til sölu í smáauglýsingum en ég rakst á einn í morgun: til sölu, arne jacobsen svanur stimplaður júni 1972. fjólublár að lit. þeir gerast ekki fallegri. upplýs. í síma 844-6868. * Einstakt tækifæri :)

18.1.10

Konditori Valand

Þetta fallega kaffihús er í Stokkhólmi, en þar hefur engu verið breytt frá opnun þess árið 1954.

17.1.10

AJ

AJ-lamparnir sem Arne Jacobsen hannaði árið 1960 hafa hingað til verið fáanlegir í þremur litum, hvítum, gráum og svörtum. En nú eru að bætast við 5 nýjir litir, rauður, blár, blágrænn, gulgrænn og sandlitur og verða þeir til afgreiðslu í mars. Ég hef lengi hrifist af þessum lömpum en þeir kosta líka sitt - ekki fyrir venjulegar húsmæður.