Sýnir færslur með efnisorðinu markaðir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu markaðir. Sýna allar færslur
4.11.11
Handverk og hönnun í Ráðhúsinu
Þá eru tveir dagar búnir af Ráðhúsmarkaðnum og helgin framundan! Hér eru sýnishorn af því sem ég er með til sölu þar :)
3.11.11
Ráðhúsmarkaður 3.- 7. nóvember
3.6.11
Flóamarkaður á morgun, laugardag 4. júní
Á morgun verður haldinn flóamarkaður á Eiðistorgi frá kl.11-17. Ég er búin að taka til allskyns dót sem ég ætla að selja s.s. pels, vintage kjóla, refaskinn, hringa, tekkskál, 4 gömul græn glös (eins og þessi rauðu á myndinni), seventís loftljós, nokkrar hönnunarbækur, pezkalla og ótalmargt fleira :) Svo verð ég líka með dagatalið Tímamót á þúsundkall! það eru nú alveg 7 mánuðir eftir af árinu, aldrei of seint að skipuleggja sig.
8.4.11
Dagatalið á markaðnum á morgun
29.8.09
Haustmarkaður á Árbæjarsafni
Á morgun, sunnudag, frá kl.13-16 verður haldinn markaður á Árbæjarsafni. Þar verð ég að selja kökudiskana mína, tréjólatré (ekki seinna vænna) og eitthvað fleira. Hvet ykkur til að koma við á sunnudagsrúntinum - það er spáð dásamlegu veðri ;)
3.6.09
Góss úr skápunum
Flóamarkaður ársins á laugardaginn !!!
Jæja, þá er komið að næsta Flóamarkaði hér í Vesturbæ. Hann verður semsagt haldinn á laugardaginn frá kl.12-17 fyrir utan KR-heimilið. Allir eru velkomnir að koma og selja það sem þeim dettur í hug ... Í fyrra var rosalega skemmtilegt og mörg þúsund manns mættu á svæðið! Sjáumst á laugardaginn, spáð góðu veðri :) Nánari upplýsingar á Facebook.
28.2.09
Markaður á morgun, sunnudag !
Á morgun, sunnudag, tek ég þátt í markaði sem haldinn verður í hvalaskoðunarskipinu (Whale Watching Centre) við gömlu höfnina í Reykjavík (Ægisgarði). Markaðurinn hefst kl.11 og stendur fram eftir degi. Ég ætla semsagt að selja þarna kökudiskana mína, Drottinn blessi heimilið og líka eitthvað úr geymslunni. Nánari upplýsingar á Facebook.
25.11.08
Styttist í jólabasarinn ...
Við vinkonurnar stöndum fyrir jólabasar í Safnaðarheimili Neskirkju n.k. sunnudag frá kl.12-17. Þar verður allskonar dýrindis varningur til sölu s.s. heklaðir smekkir og húfur, sultur og svuntur, kerti og ilmolíur, prjónasjöl og pikklissar, kökur og kökuföt og meira að segja mokkaflíkur. Allt gert af miklum hagleikskonum.
Ég verð m.a. með svona kökudiska sem ég er búin að vera að föndra úr gömlum diskum og kertastjökum og þessi tréjólatré sem eru voða sæt fyrir allskonar skraut. Meira síðar ...
6.8.08
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)