26.7.08

Flottasti klifurveggur í heimi

Kannski gæti þessi veggur komið mér í líkamsrækt? Myndarammar, speglar, dádýrshöfuð, fuglabúr og blómavasar - afar frumlegt og virkilega flott. Hönnun: Nendo, Japan .

Alexander Girard - trédúkkur

Ég féll alveg fyrir Girard-trédúkkunum þegar þær komu í sölu, en hef ekki látið það eftir mér að fjárfesta í einni slíkri fyrr en nú um daginn. Og ég er svo ánægð með hana! Mamman lengst til hægri varð fyrir valinu, en ég hefði ekkert á móti því að eignast aðra til. Dúkkurnar eru framleiddar af Vitra og fást í Saltfélaginu.

Litadýrð í eldhúsið

Þetta finnst mér skemmtilegt. Hér er bara sett plexiglerbak í sterkum lit í einfaldan hvítan skáp. Síðan má auðveldlega skipta um bak ef/þegar maður fær nóg af litadýrðinni.

25.7.08

Maxim Velčovský - maðurinn með hárið

Og talandi um Maxim Velčovský -þá verð ég að leyfa þessari nördalegu mynd af fljóta með. Hönnuðurinn og undirrituð (í heimskautaklæðnaði) í Qubus-stúdíóinu í mars 2006. Minni líka á frábært viðtal við hann í Húsum og híbýlum í 5. tbl. 2006.

St. Bartholomew´s Church

Tékkneski hönnuðurinn Maxim Velčovský (sem við Guðni heimsóttum í Prag um árið) var fenginn ásamt kollega sínum Jakub Berdych til að endurhanna innviði kirkju heilags Bartólómeusar sem er í Bæheimi í Tékklandi. Þeir félagar hjá Qubus nota Panton-stólinn með útskornum krossi, persneskar mottur og kristalsljósakrónur og útkoman er glæsileg! Þetta er kirkja sem mig langar að sjá með eigin augum.

Það er fallegt í Afríku

Heath Nash er listamaður frá Suður Afríku sem býr til hluti úr "annarra manna rusli". Þessir snagar eru t.d. eftir hann, en hann gerir einnig allskonar ljós, aðallega úr gömlum plastbrúsum. Ég hefði nú ekkert á móti því að eiga svona snaga - meira hér.

24.7.08

Barnaföt í bókaskáp

Rakst á þessa sniðugu hugmynd einhversstaðar - semsagt að festa slá inní bókaskáp til að hengja upp barnafötin. Það er nefnilega oft algjör óþarfi að vera með 60 cm djúpa fataskápa í litlum barnaherbergjum - þeir taka allt of mikið gólfpláss.

Snagar frá House Doctor

Ég var í sumarbústaðnum í síðustu viku og koma þá við í Snúðum og snældum á Selfossi. Þar fann ég svona snaga en var eitthvað að vandræðast yfir því að þeir væri að reyna að vera Eames, Hang It All, þannig að ég fór út án þess að kaupa. Síðan þegar ég var komin heim komst ég að því að það voru mikil mistök því þetta eru svooo sætir snagar og tilvaldir í barnaherbergi! (þannig að ég hringdi á Selfoss og keypti síðasta!)

Tracy Kendall - veggfóður

Það er nú ekki bætandi á blaðabunkana eða bókahrúgurnar á mínu heimili, þannig að ég held ég passi við þessu veggfóðri ... en það er flott! Kannski gæti ég samt komið því fyrir inn á gestasnyrtingunni, svona eins og á myndinni. (www.tracykendall.com)

15.7.08

Kökudiskar á fæti

Ég rakst á þessa skemtilegu mynd af heimatilbúnum kökudiskum og verð að deila henni með ykkur. Þessir diskar eru semsagt búnir til úr gömlum stökum diskum, blómavösum og kertastjökum. Góði hirðirinn skaffar dótið.