29.8.09

Haustmarkaður á Árbæjarsafni

Á morgun, sunnudag, frá kl.13-16 verður haldinn markaður á Árbæjarsafni. Þar verð ég að selja kökudiskana mína, tréjólatré (ekki seinna vænna) og eitthvað fleira. Hvet ykkur til að koma við á sunnudagsrúntinum - það er spáð dásamlegu veðri ;)

27.8.09

Óska eftir tekkskrifborði

Nú er ég á höttunum eftir nettu tekkskrifborði (má vera illa farið) til að hafa hér í stofunni. Á einhver slíkt í geymslunni sem hann vill losa sig við? Eitthvað í líkingu við þessi hér fyrir neðan ...

I am not a paper cup ...

nefnist þetta fína postulíns götumál. Gæti vel hugsað mér eitt stykki.

25.8.09

D.I.Y.

Hér er uppskrift af ægilega fínum sófa í boði Design*Sponge.

23.8.09

Blossom

er veggskraut úr ryðfríu stáli sem hannað er af arkitektinum Ryuji Nakamura. Hún hannaði það fyrir veitingastað í Nagano í Japan en rýmið er þakið 12.000 blómum.

Piparkvarnir Quistgaard

Á síðasta ári var gefin út bók um salt/piparkvarnir Jens Quistgaard. Meira um það hér á síðu tímaritsins Dwell.

20.8.09

Myndahillur

Þetta er fín hugmynd fyrir lítil skot eða ganga ...

18.8.09

Púðar frá Sharon Montrose

Ég hef hér áður minnst á ljósmyndarann Sharon Montrose en þessir Bambapúðar hennar eru nýir og ansi sætir.

17.8.09

Útidyrahurðir í líflegum litum

Góð hugmynd fyrir þá sem eru að mála ...

Boligliv

er eitt af mínum uppáhalds tímaritum. Þessa mynd fann ég á heimasíðu þeirra.

5.8.09