27.5.09

Kay Bojesen

Á mánudaginn var fór ég í Góða hirðinn (sem ekki er frásögu færandi) og fann þá þennan fína trommuleikara, sem Kay Bojesen hannaði árið 1942. Vinurinn var meira að segja enn í kassanum en kjuðana vantaði - annars í fullkomnu standi. Ég kann vel að meta það sem Kay Bojesen hannaði á sínum tíma og er bæði Apinn og Fíllinn til hér á heimilinu og líka barnahnífapörin. Í dag framleiðir Rosendahl Varðmenn drottningar og ég get kannski bara pantað frá þeim kjuðana ... þá yrði hann nú glaður!

Engin ummæli: