13.4.09

Le Chiavi d’Oro

er veitingastaður í Arezzo á Ítalíu (sem er miðja vegu milli Flórens og Perugia). Hönnuður staðarins heitir Vincenzo de Cotiis.

Í Ástralíu

býr Charlotte sem ég veit ekki frekari deili á - en hún er hrifin af gömlum ferðatöskum.

Designhouse Stockholm

framleiðir nokkra skemmtilega lampa - meira hér.

11.4.09

Hvernig væri að fara að safna fiðrildum?

Hugmyndir af dekorasjón inni á baði í boði Vitra.

8.4.09

Listaverkakanínur

Sjáiði þessar dýrlegu "listaverkakanínur". Þær eru eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur og fást í Frúnni í Hamborg á Akureyri.

7.4.09

Tom Dixon

Nýjasta nýtt frá Tom Dixon.

Elle Interiör

Þessar myndir tók Per Ranung fyrir sænska Elle Interiör. Ég gæti vel hugsað mér þessa stóru glugga og gluggakistu með pullum í - það vantar hér í blokkina.

6.4.09

Vor í lofti

og því mæli ég með gulum hillum:

Heimili í New York

Þessar myndir hef ég rekist á í nokkrum tímaritum - ótrúlega sjarmerandi heimili. Myndir: Ngoc Minh Ngo

4.4.09

String

String er skemmtilegt ljós hannað af Patrick Townsend. Framleiðandi er Areaware.

1.4.09

Farmers Market

Design*Sponge er skemmtileg síða sem ég skoða oft. Þar rakst ég á innlit hjá þeim Bergþóru Guðnadóttur og Jóel Pálssyni á vinnustofu þeirra í Örfirisey, Farmers Market. Myndirnar (held að það séu sömu myndir) birtust líka í Húsum og híbýlum, en þetta er eitt skemmtilegasta innlit sem ég hef séð þar í langan tíma. Meira hér.