10.2.11

Bastkollur til sölu - S E L D U R

Til sölu bastkollur, alveg eins og nýr, frændi þessara. olofjakobina@gmail.com

9.2.11

Brún mynstur

af síðu stílistans Lottu Agaton.

Jens Quistgaard

Danski hönnuðurinn Jens Quistgaard (1919-2008) hannaði marga fallega hluti í gegnum tíðina.

3.2.11

Tímamót 2011 - nýtt dagatal

Nýtt dagatal sem örvar sköpunargleðina er komið út! Með því að merkja inn viðburði með skreytingum eða skrifa það sem við á, gerir hver og einn dagatalið að sínu. Hönnun: Ólöf Jakobína Ernudóttir og Linda Guðlaugsdóttir. Prentun: Reykjavík Letterpress. Tímamót fást í Bókabúð Máls og menningar, Epal, Hrím Akureyri, Iðu, Kokku, Mýrinni Kringlunni, Norrænahúsinu, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og í vefversluninni uma.is

2.2.11

Eldhús Einrúms

Karl Petersson tók þessar fallegu myndir í eldhúsi Einrúm-arkitektanna Kristínar Brynju Gunnarsdóttur og Steffans Iwersen í Glaðheimunum. Fleiri myndir í Gestgjafanum.

Focus-hnífapörin

Í síðustu viku datt ég í lukkupottinn þegar ég fann í Góða hirðinum Focus-hnífapör frá Gense (hönnuð af Folke Arström árið 1955), hníf, gaffal og skeið fyrir sex og það alltsaman enn í kössunum. Þetta hafa eflaust verið sparihnífapörin á einhverjum bænum, ansi gömul en mjög lítið notuð. Nú er ég því loksins búin að eignast sparihnífapör og get haldið áfram að safna, því Gense hóf á ný framleiðslu á þeim árið 2007 og fást þau í dag hjá Aurum.

Allskonar safar

í nýjasta blaði Gestgjafans. Myndir Karl Petersson, stílisering óje.

Gestgjafinn á næsta blaðsölustað

Hollur og góður fiskur. Úlfar Finnbjörnsson sá um matseldina, Kristinn Magnússon myndaði og ég sá um stíliseringu.

1.2.11

Björk

Þessar dásamlegu ullarmottur, hannaðar af Lenu Bergström, heita Björk og eru frá Design House Stockholm - fást í Aurum.

31.1.11

Smile-bordet

var hannað árið 1957 af Johannes Andersen fyrir CFC Silkeborg. Eitt af mínum uppáhalds sófaborðum.

1. hæð

Mikið svakalega yrði þetta nú smart hér fram á gangi. Geri þetta að tillögu minni þegar stigagangurinn verður tekinn í gegn. Mynd af síðu Lottu Agaton.

30.1.11

Borðspegill

Það allra nýjasta á óskalista frúarinnar er borðspegill eftir sænsku bræðurna Uno og Östen Kristiansson sem framleiddur var af Luxus í Svíþjóð hér á árum áður. Ég á nú ekki afmæli fyrr en í maí þannig að það er nógur tími til stefnu ;)

Spegillinn

mynd úr sænsku innliti - áður hér.

Sófaborðið mitt góða

Decopedia er frábær síða sem gaman er að skoða. Ég komst t.d. að því að Sven Ellekær hannaði fína sófaborðið mitt árið 1961 en framleiðandi var Christian Linnebergs Möbelfabrik. Borðið fann ég fyrir mörgum árum í Góða hirðinum.

24.1.11

Staflanlegir kertastjakar

eru í miklu uppáhaldi hjá mér (kannski af því að ég þarf alltaf að vera að breyta). Hér eru myndir af nokkrum slíkum bæði nýjum og gömlum.