Í síðustu viku datt ég í lukkupottinn þegar ég fann í Góða hirðinum
Focus-hnífapör frá
Gense (hönnuð af
Folke Arström árið 1955), hníf, gaffal og skeið fyrir sex og það alltsaman enn í kössunum. Þetta hafa eflaust verið sparihnífapörin á einhverjum bænum, ansi gömul en mjög lítið notuð. Nú er ég því loksins búin að eignast sparihnífapör og get haldið áfram að safna, því Gense hóf á ný framleiðslu á þeim árið
2007 og fást þau í dag hjá
Aurum.
