1.12.09

Ætla ekki allir að vera með ?

Laugardaginn 5. desember verður haldinn risamarkaður í KR-heimilinu, Frostaskjóli 35, frá kl.12-17. Eins og verið hefur eru allir velkomnir að koma með það sem þeim dettur í hug að selja, hvort sem það eru smákökur, sultur, dót og föt úr geymslunni, prjónavörur eða annað sem fólk er að föndra. Það kostar 2000 kr. að leigja borð en fólk getur komið með eigin borð og slár og fær plássið frítt. Ungmennaráð Vesturbæjar verður með jólapappír og jólakort til sölu. Veitingar, kakósala unglinga í Frosta og fleira skemmtilegt. Til að fólk fái örugglega pláss er best að staðfesta þátttöku á floamarkadur@gmail.com eða í síma: 6928708. Meira um markaðinn á facebook. Allir að mæta í jólamarkaðsstemmninguna!

Engin ummæli: