16.2.10

Afsakið ...

... en ég get nú ekki orða bundist, því þetta er með því grófara sem ég hef séð. Fyrir tilviljun datt ég inn á síðu sem heitir Skapi Íslensk Hönnun og þar má sjá þetta tré sem er semsagt fatastandur. Það þarf varla að taka fram að árið 2003 hönnuðu Katrin Ólína Pétursdóttir og Michael Young fatastandinn Tree sem vakti mikla athygli og gerir enn. Varist eftirlíkingar !

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá.... þetta er nú bara næstum fyndið, með mjög alvarlegum undirtón þó!

óskalistinn sagði...

tree er svo MIKLU flottara en eftirlíkingin! Sá þetta til sölu í Líf og List Smáralind fyrir jólin !

Nafnlaus sagði...

Þetta er sorgleg sjón,,,

kv. gg

Nafnlaus sagði...

Er þetta tré ekki lítið, til að standa á borði, og er fyrir skartgripi??

Svo er reyndar sagt að: Imitation is the sincerest form of flattery

:)

Ólöf Jakobína Ernudóttir sagði...

Nei, þetta er fatastandur en þau fást líka samskonar fyrir skartgripi.
Og svo er það skartgripatréð sem er enn annað: http://www.birkiland.com/is/categories/design/hangers/jewelry-hanger

Nafnlaus sagði...

ég á ekki til orð.
-Svana