11.8.10

Tolix A-Chair

A-Chair hefur sést víða í tímaritum undanfarið, en framleiðandi stólsins er Tolix . Franskur og dálítið framandi.

8.8.10

Studiomama - sumarhús

Strandhús Ninu Tolstrup - áður um hana hér.

Ó Jósep Jósep

bágt á ég að bíða eftir þessu brauðboxi. Fann semsagt loksins draumabrauðboxið en brauð hefur á mínu heimili aldrei átt neinn ákveðinn stað, þvælist milli staða og endar svo í Tjörninni. Brauðboxið er frá Joseph Joseph, en það er nýtt fyrirtæki hjá Epal sem er með allskonar skemmtilega hluti fyrir eldhúsið.

7.8.10

Amerískir bollakökudiskar

Whitney Smith er keramiker í Kaliforníu sem gerir þessa sætu diska.

Cinq Tokyo

Það er alltaf svolítið skemmtilegt að skoða japanskar síður, þó að maður skilji ekki neitt. Cinq er verslun í Tokyo sem virðist selja allskonar fíneri ...

6.8.10

Nýir diskar

Þessi föt á fæti bjó ég til í gær - verð 2500-4000 kr.

3.8.10

Illgresi

Karl Petersson og ég fyrir nýjasta tölublað Gestgjafans.

Himnamyndir

Nú er sumarfríið liðið og best að bretta upp ermar. Himnamyndir er verk í vinnslu - vonandi tilbúið fljótlega ...

2.8.10