13.12.09

Amsterdam II

Ég hef áður sett hér inn myndir af þessu fallega heimili en mig langar að bæta þessum við.

11.12.09

Kertaljósakróna undir jólakúlurnar

Mikið er þetta krúttlegt ... og ekki erfitt í framkvæmd. Kertaljósakrónur má oft finna í Góða hirðinum eða í Kolaportinu og ef liturinn er ekki réttur þá er bara að sprauta í fallegum lit, eða Pólýhúða ef metnaðurinn er mjög mikill. Og svo skreyta.

10.12.09

Hvítur kastali

Skemmtilegar myndir ... sem ég man því miður ekki hvaðan eru.

Delft

Innlit frá Taverne Agency - ljósmyndari Henk Treur.

Vola

Tengi selur Vola blöndunartækin sem Arne Jacobsen hannaði árið 1968. Blöndunartækin má nú fá í allskonar litum og ég gæti alveg hugsað mér svona gulan eldhúskrana.

9.12.09

Per Magnus Persson

Myndir af heimasíðu sænska ljósmyndarans Per Magnus Persson.

Litríkur jólakrans

Þetta er upplagt verkefni fyrir þá sem eru góðir í að þæfa ull. Allar nánari upplýsingar hér.

Hvítar stjörnur

Ég er svolítið veik fyrir hvítum pappastjörnum en þær fást í þremur stærðum í Sirku á Akureyri og eflaust víðar.

4.12.09

Heimalagaðar jólagjafir

Hér eru nokkrar fallegar myndir úr jólablaði Gestgjafans. Ljósmyndari Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Aðventukransinn ekki tilbúinn?

Uppáhalds aðventuskreytingin lítur svona út, en hún birtist í jólablaði Boligliv í fyrra.

3.12.09

Býsna lekkert bakkaborð

Hans Engholm og Svend Aage Willumsen hönnuðu þetta fallega bakkaborð árið 1958 sem prívat jólagjöf, en ári síðar fór það svo í framleiðslu hjá Fritz Hansen. Ég gæti vel hugsað mér það ... í jólagjöf.

Furniture-Love.com

er ein af mínum uppáhalds netverslunum - ekki það að ég kaupi þar nokkurn tíma nokkuð - en þar er margt fallegt.

1.12.09

Ætla ekki allir að vera með ?

Laugardaginn 5. desember verður haldinn risamarkaður í KR-heimilinu, Frostaskjóli 35, frá kl.12-17. Eins og verið hefur eru allir velkomnir að koma með það sem þeim dettur í hug að selja, hvort sem það eru smákökur, sultur, dót og föt úr geymslunni, prjónavörur eða annað sem fólk er að föndra. Það kostar 2000 kr. að leigja borð en fólk getur komið með eigin borð og slár og fær plássið frítt. Ungmennaráð Vesturbæjar verður með jólapappír og jólakort til sölu. Veitingar, kakósala unglinga í Frosta og fleira skemmtilegt. Til að fólk fái örugglega pláss er best að staðfesta þátttöku á floamarkadur@gmail.com eða í síma: 6928708. Meira um markaðinn á facebook. Allir að mæta í jólamarkaðsstemmninguna!

Lego Architecture

Lego fyrir foreldra - meira hér.

30.11.09

26.11.09

Konungborið ungviði

Er þarna komin hugmynd fyrir jólakortamyndatökuna? Þetta eru allavega frábærar kórónur. (myndir af síðu Talc-boutique).