22.11.08
Luminator
Luminator heitir þessi gólflampi sem Achille Castiglioni og bróðir hans Pier Giacomo Castiglioni hönnuðu árið 1954. Ég hef verið hrifin af honum alveg frá því að ég var á Ítalíu en lét loks verða af því að fá hann lánaðan heim nú um helgina. Og ... hann virkar ekki hér inni. Ég er ótrúlega svekkt (hélt að þarna væri jólagjöfin komin), en um leið dauðfegin því þá spara ég mér þau útgjöld.
En fyrir þá sem hafa aðeins meiri lofthæð en 2,50 er þetta alveg frábær lampi! Langaði semsagt bara að láta ykkur vita að það eru til 2 stk. í Epal sem eru á mjög góðum afslætti núna (kosta í kringum 35.000 kr.), þar sem Epal er hætt að selja lampa frá Flos. Einnig eru nokkrir aðrir Flos-lampar á afslætti.
- En ég kaupi mér hann kannski seinna, þegar ég er flutt í loftið mitt - ætli það verði ekki um sextugt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli