29.8.10
Lítið hús í London
Þegar verslunarhúsnæði á götuhæð er breytt í íbúðarhúsnæði virkar það oft ansi illa, en ekki í þessu litla húsi í London. Hér er eldhúsið á jarðhæð með stórum gluggum, filmur upp að opnanlegu fögunum og skápar hafðir undir glugganum. Þetta lítur allavega ljómandi vel út á þessum myndum (ljósmyndari Michael Paul).
27.8.10
Ofvaxnar perlufestar
Rólan í síðasta pósti minnir mig á þessi fatahengi sem eru hönnun Hommin (Hung-Ming Chen). Agalega lekker í stór svefnherbergi.
26.8.10
Róla
Falleg þessi róla (þó að hún virki kannski ekki mjög þægileg). Hönnun Johanna Richter. Og svo fleiri rólumyndir hér.
25.8.10
24.8.10
Bastkollar til sölu - S E L D I R
Bastkollar
Mér finnast bastkollar ansi skemmtilegir eins og áður hefur komið fram. Það vill svo til að ég á tvo sem ég kem hvergi fyrir og langar til að selja. Skelli inn myndum af þeim í næsta pósti.
22.8.10
Kryddhilla undir hitt og þetta
Bekväm-kryddhillan frá IKEA er sennilega hillan sem ég hef beðið eftir (var bara svo lengi að uppgötva hana). Eflaust fín undir bækur í barnaherbergjum. Myndir af sænsku síðunni Malo blogg.
20.8.10
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)