13.10.08

Flowerpot Verners Panton

Nýjasta æði frúarinnar eru Flowerpot-lamparnir en þeir eru nú loksins fáanlegir hér á landi (- í Epal og kosta bara 28.800 - allt undir 30.000 telst nú bara ódýrt!). Þeir fást í allskonar fallegum litum og hef ég þá trú að þeir muni lífga upp á heimilið svo um munar. Síðan telst þetta bara nokkuð góð fjárfesting, því að svona gamlir lampar ganga kaupum og sölum á hinum ýmsu netverslunum. Erfiðast er að velja litinn því mig langar í gulan eða turkisbláan en svartur er nefnilega líka fínn ...

Engin ummæli: