11.12.08

Jólatré í safnið

Þessi kókostrefjajólatré fást í Kokku á Laugaveginum og ég er að hugsa um að splæsa á mig einu stykki eða svo. Ætlaði alltaf að gera það í fyrra en lét ekki verða að því, þannig að nú er tækifærið - skelli mér á eitt stórt ljósgrænt. Ég er viss um að það mun fara vel um það í eldhúsglugganum ásamt nokkrum kertum.

Engin ummæli: