13.8.08

Dönsk hönnun

Þessi fallegi kertastjaki var hannaðar árið 1955 (sama ár og Arne Jacobsen hannaði Sjöuna) af Jens Harald Quistgaard, en hann lést fyrr á þessu ári 88 ára að aldri. Í bókinni Scandinavian Design sem Taschen gaf út er fjallað um Quistgaard og fær þessi stjaki heilsíðumynd - semsagt notaður sem "íkon" fyrir skandinavíska hönnun á síðustu öld. Kertastjakinn er oft fáanlegur í erlendum netverslunum (sem sérhæfa sig í hönnun miðrar síðustu aldar) og þá er hann yfirleitt verðlagður á bilinu 3000-5000 kr. Það má því fá fallega og klassíska hönnun fyrir lítið fé.

Engin ummæli: